5.5.2013 | 08:46
N1 mótið 2013 - þarf að skrá barn til þátttöku og greiða staðfestingargjald fyrir 20. maí n.k.
Kæru foreldrar.
Foreldraráð óskar nú eftir því að foreldrar sendi inn skráningu ætli barn þeirra að taka þátt í N1 mótinu sem fram fer á Akureyri 3-6. júlí n.k.
Það sem fyrir liggur er eftirfarandi:
- Farið verður á einkabílum, hver og einn foreldri er ábyrgur fyrir því að barn sitt komist til og frá Akureyri. Stefnt er að því að hittast um kl. 14:00 miðvikudaginn 3. júlí.
- Innifalið í þátttökugjaldi er eftirfarandi:
- Keppnisgjald (strákar + fararstjórar og þjálfarar)
- Gisting í skólastofu
- Sundferð
- Allur matur og millimál
- Brynjuís
- Glaðningur frá styrktaraðila
Kostnaður við þátttöku er áætlaður 22.000.- pr. barn (gert er ráð fyrir um 40 þátttakendur, 2 þjálfara og 5 fararstjóra). Gert er ráð fyrir því að börn geti tekið þátt í sameiginlegri fjáröflun á vegum Fram.
Þeir sem ætla að taka þátt í N1 mótinu þurfa að skrá barn sitt til þátttöku á netfanginu framskraning@gmail.com fyrir mánudaginn 20. maí n.k. en eftir það verður lokað á þátttöku.
Í skráningu þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:
- Fullt nafn barns
- Kennitala barns
- Fullt nafn foreldra og símanúmer foreldra
- Hvort foreldri verði á Akureyri
- Hvort foreldri sé tilbúið að vera fararstjóri á mótinu
- Hvort barn hafi sérþarfir, taki lyf eða annað slíkt sem rétt þykir að fararstjórar viti af
Greiða þarf kr. 10.000.- óafturkræft staðfestingargjald fyrir mánudaginn 20. maí n.k., sama dag og skráning rennur út. Leggja þarf umræddan pening inn á reikning nr. 0137-05-60445, kt. 130673-5389. og senda kvittun á netfangið runamalm@gmail.com
Vinsamlegast athugið að eingöngu þeir leikmenn sem hafa æft vel (mætt á 3 af hverjum 4 æfingu (75% æfingasókn eða meira) og gengið hefur verið frá æfingagjöldum fyrir eru gjaldgengir á þetta mót. Vinsamlegast hafið samband við Daða íþróttafulltrúa (dadi@fram.is) varðandi greiðslu æfingagjalda.
Nánari upplýsingar um mótið (og fyrri mót) má finna á vefsíðu KA, http://www.ka-sport.is/n1motid/2013/
Kær kveðja,
Foreldraráð Fram - 5. flokkur karla.
Um bloggið
Fram_5_flokkur_drengja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.