13.12.2012 | 21:30
Knattþrautir 13. des.
Góða kvöldið
Á æfingum í dag tókum við knattþrautarkönnun hjá drengjunum. Var þar um að ræða tvær þrautir; annars vegar knattraksbraut og hins vegar skottækni.
Þetta gekk nokkuð vel hjá þeim, sérstaklega í knattraksbrautinni en ljóst að við getum bætt skottækni verulega. Á það einkum við um "verri fótinn" eða þann vinstri í flestum tilvikum en margir leikmenn geta nánast ekkert notað hann til að skjóta eða senda.
Við munum framkvæma könnun sem þessa a.m.k. í tvígang eftir áramót og vonumst til að sjá merkjanlegar og mælanlegar framfarir á þessu keppnistímabili.
Strákarnir búnir að vera mjög duglegir á æfingum og eiga hrós skilið :)
Kveðja,
Þjálfarar
Um bloggið
Fram_5_flokkur_drengja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 670
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.