Leikirnir í dag gegn Víkingi

Góða kvöldið

Við lékum í dag gegn Víkingi á gervigrasvelli okkar í Úlfarsárdal, sem var í frekar slæmu ásigkomulagi - snjór á vellinum, en það bitnaði að sjálfsögðu jafnt á báðum félögum. Merkilegt hvað strákarnir gátu spilað góðan bolta miðað við aðstæður.

Örstutt umfjöllun um leikina:

Lið 1:

Lékum mest allan leikinn nokkuð vel gegn sterkum Víkingum, sem beittu þeirri leikaðferð að bíða eftir okkur á miðjum vellinum og pressa síðan á okkur og sækja hratt. Fyrstu 10 mínúturnar vorum við mun meira með boltann og gerðum okkur líklega til að skora. Það gekk ekki og við fengum á okkur mark. Rétt fyrr hlé náðum við að jafna. það voru þó Víkingar sem skorðu eina mark síðari hálfleiks og unnu því 2-1. Þrátt fyrir þetta áttum við tvö skot í rammann, eitt í stöng og eitt í slá. Margt gott hjá okkur, en vantaði talsvert að við værum að skipta boltanum betur milli kanta vallarins, við spiluðum of mikið inn á sama svæðið aftur. Auk þess vorum við ekki nógu nálægt mönnunum okkur og þeir fengu of mikinn tíma að taka boltann með sér. Margir góðir spilakaflar sáust en ljóst var að við söknuðum Hilmars talsvert, sem var í sumarbústað. Höldum ótrauðir áfram!

Lið 2:

Hér lentum við í verulegum vandræðum, sérstaklega í fyrri hálfleik og í raun steinlágum þá. Vorum að senda boltann ágætlega á milli okkar, en það vantaði mikið upp á hreyfingu án bolta, að skipta boltanum á milli kanta og meiri kraft í okkur - almennt meiri leikskilning. Seinni hálfleikur var þó mun betri og þá náðum við nokkrum góðum sóknum eftir að vera 0-4 undir í hálfleik. Nokkur góð færi litu dagsins ljós hjá okkur mönnum eftir góða samleikskafla, en vantaði meiri ákveðini og klókindi að klára færin. Víkingarnir skorðuð samt tvö mörk til viðbótar og unnu því 6-0. Þetta er annar leikurinn sem ekki gengur vel hjá liði 2 og þurfum við þjálfararnir að finna svör við þessu ásamt leikmönnum og ef til vill er það of erfitt verkefni fyrir þennan hóp leikmanna að spila í liði 2. 

Lið 3:

Lið 3 átti glæsilega endurkomu þar sem liðið var 2-0 undir í hálfleik. Leikmenn voru staðráðnir í hálfleik að bæta sinn leik og gerðu það svo sannarlega. Þvílikt flottur leikur hjá liðinu í seinni hálfleik þar sem skoruð voru 5 mörk. Vikingar sáu aldrei til sólar í síðari hálfleik en þó verður að minnast á þátt Ótthars markmanns sem stóð sig með mikillri prýði Lokatölur 5-2 fyrir Fram
 
Lið 4:
Lið 4spilaði hörkuleik þar sem lokatölur voru 2-2 en bæði lið hefðu hæglega getað unnið. Við vorum þó nær því og fengum færi eftir færi í lokinn en inn vildi boltinn ekki. Marg gott hjá d liðinu en það var slæmur kafli í síðari part fyrri hálfleiks sem við reynum að koma í veg fyrir að gerist aftur. Misstum þá stjórn á leiknum en í heildinni séð flottur leikur og örruglega mikið skemmtanagildi fyrir áhorfendur  
 
Lið 5:
Átti erfitt verkefni gegn liði Víkings sem var blandað leikmönnum úr liði 4 og 5 hjá þeim. Margir góðir kaflar sáust hjá okkar mönnum, en það voru andstæðingarnir sem skoruðu 5 mörk gegn engu okkar manna. Varnarleikur alls liðs okkar var dapur og fengum við allt of mörg mörk á okkur miðað við fjölda sókna. Margar góðar sóknir sáust hjá okkar mönnum, en allt kom fyrir ekki. Nokkrir leikmenn sem voru virkilega drífandi og allir reyndu sitt allra besta. 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fram_5_flokkur_drengja

Höfundur

Fram 5 flokkur
Fram 5 flokkur
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband