15.11.2012 | 10:50
Goðamótið 2013 - upplýsingar - skrá þarf þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 23. nóvember n.k.
Kæru foreldrar.
Foreldraráð kannar nú hvort áhugi sé fyrir þátttöku í Goðamótinu 2013, sem fram fer á Akureyri 15-17. febrúar n.k. (í Boganum) Þau drög sem lögð eru til grundvallar eru eftirfarandi:
- Öll börn fara með rútu til Akureyrar snemma föstudagsins 15. febrúar og komið aftur heim á sunnudagskvöld 17. febrúar.
- Innifalið í þátttökugjaldi er eftirfarandi:
- 6 leikir í Goðamótinu (2x15 mínútur)
- Keppnisgjald (strákar + fararstjórar og þjálfarar)
- Rútuferð báðar leiðir (50 manna rúta)
- Gisting í skólastofu
- Sundferð
- Allur matur (morgunmatur laug/sun - hádegismatur laug - kvöldmatur föst/laug - grill á sunnudegi fyrir brottför). Að auki verður millimál í boði Fram (fáum styrktaraðila til að veita okkur brauð, álegg og ávexti)
- Brynjuís
- Glaðningur frá styrktaraðila
Kostnaður við þátttöku er áætlaður 17.000.- pr. barn (miðað við 40 þátttakendur, 2 þjálfara og 5 fararstjóra). Gert er ráð fyrir því að farið verði í fjáröflun fyrir og/eða eftir jól vegna þessarar ferðar.
Ekki verður farið í ferðina nema næg (góð) þátttaka fáist.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í Goðamótinu eru vinsamlegast beðnir um að skrá barn sitt til þátttöku á netfanginu framskraning@gmail.com í síðasta lagi fimmtudaginn 23. nóvember n.k. en eftir það verður lokað á þátttöku.
Í skráningu þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:
- Fullt nafn barns
- Kennitala barns
- Fullt nafn foreldra og símanúmer foreldra
- Hvort foreldri verði á Akureyri
- Hvort foreldri sé tilbúið að vera fararstjóri á mótinu
- Hvort barn hafi sérþarfir, taki lyf eða annað slíkt sem rétt þykir að fararstjórar viti af
Gert er ráð fyrir því að ef farið verði í mótið muni foreldrar þurfa að borga kr. 10.000.- óafturkræft staðfestingargjald fyrir jól og greiða ferðina að fullu seinnipart janúar n.k.
Kær kveðja,
Foreldraráð Fram - 5. flokkur karla.
Um bloggið
Fram_5_flokkur_drengja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Strákar þið athugið að þið getið alls ekki skráði ykkur sjálfir á mótið - foreldrar ykkar verða að gera það á netfangið sem gefið er upp.
Liðin fyrir æfingaleikinn á laugardag verða síðan birt í kvöld á blogginu :)
Dóri þjálfi (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 11:03
cool
omar (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 14:11
Ég ætla að hvíla fótinn fyrir laugardaginn þá verð ég örugglega búinn að jafna mig
Kári (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 15:18
TISH IS COOL ;)
Ingvar Breki (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.