27.10.2012 | 13:52
Fínt gegn Fylki
Góðan daginn
Við lékum okkar fyrstu æfingaleiki gegn Fylki í dag.
Okkar mönnum gekk heilt yfir nokkuð vel og var spilamennskan oft á tíðum til fyrirmyndar. Sendingar :voru góðar og oft sáust skemmtilegir samleikskaflar.
Við erum að sjálfsögðu komnir mjög stutt á veg á tímabilinu eins og andstæðingarnir, sem hafa á breiðum og góðum hóp á að skipa. Það sem helst er hægt að laga á næstunni er að nýta færin betur, vinna betur saman 2 og 2 í færunum og ekki síður varnarlega; að sjá bæði mann og bolta. Oft gerðist það að allir voru að horfa á boltann og vorum við jafnvel komnir allir á annan kantinn og síðan kom löng sending yfir frá andstæðingnum á fríann mann á fjær - hinum kantinum.
Umfram allt þurfum við samt að halda áfram að koma okkur í betra líkamlegt form, auka hlaupagetu okkar og vera sneggri að hlaupa fram og til baka.
Úrslitin urðu sem hér segir:
Lið 1: 5 - 2 sigur
Lið 2: 1 - 3 tap
Lið 3: 2 - 2
Lið 4: 7 - 2 sigur
Lið 5: 0 - 4 tap
Höldum áfram að æfa og vera jákvæðir; við ætlum að hafa þetta tímabil skemmtilegt :)
Kveðja,
Þjálfarar
Um bloggið
Fram_5_flokkur_drengja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðmundur Sævar hefur verið meiddur á fæti og komst því miður ekki á mótið. 'Eg biðst afsökunar á að hafa ekki látið vita.
Kv
Berglind
Berglind (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 18:18
Fór leikurinn ekki 4:1 hjá lið 2 .En samt er betra að fá 3:1.
Þrándur (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 18:29
Sælir. Tómas Geir kemst ekki á æfingu í dag. Er að fara í bekkjarafmæli. Mætir á samæfinguna á morgun. kv. Karin
Karin (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 13:14
Hæ hæ
GUðmundur sævar kemur ekki á æfingu í dag, er að fara í bekkjarafmæli
Berglind (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 14:52
Aron Elvar mætir ekki á æfingu á mrg.
Heiða (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 21:08
Kristján Óli er veikur í dag þriðjudag og missir því af æfingu.
Rúna (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 13:56
Gunnar Steinn kemur ekki á æfingu í dag. Kv Íris
Íris Rut (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 14:16
Steinn kemst ekki á æfingu í dag þriðjudag
Sigurlaug Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 16:12
Kristján Óli er áfram veikur
Rúna (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.