25.9.2012 | 21:14
Fjórir á móti fjórum
Góða kvöldið
Drengirnir hafa mætt mjög vel á æfingar og sérstaklega hefur verið vel mætt á sameiginlegu æfingarnar á þriðjudögum í Safamýri.
Á æfingunni í dag voru 41 sprækir drengir mættir og skiptum við upp í tíu fimm manna lið og lékum þannig fjórir gegn fjórum (eitt liðið var samt alltaf 5 þar sem það voru 41).
Talið var af handahófi í lið og leiknir fjórir leikir. Að loknum leikjunum voru leikmenn beðnir um að raða sér við hliðina á samherjum sínum frá leiknum á undan og aftur var talið. Þannig urðu mun minni líkur á að þeir myndu alltaf lenda með þeim sömu í liði.
Hver leikmaður sigurðliðs fékk 10 stig í þessu skemmtilega móti og stig fyrir hvert mark skorað. Ef leikur fór t.d. 4 - 2 fékk hver leikmaður samtals 14 stig (10 fyrir sigur og 4 fyrir mörkin) og leikmaður tapliðs fékk 2 stig fyrir mörkin sem liðið skoraði. Þetta var að sjálfsögðu allt til gamans gert en strákarnir héldu vel utan um stigin sín og verða hér birt nöfn þriggja stigahæstu leikmanna af yngri ári og þriggja stigahæstu á eldra ári.
Yngri:
Ástþór 63 stig
Anton 52
Ótthar 51 stig
Eldri:
Helgi 47
Birgir 44
Hilmar 43
Um bloggið
Fram_5_flokkur_drengja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta á að sjálfsögðu að vera tíu fjögurra manna lið
Dóri þjálfi (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.