Æfingar komnar á fullt af stað og skemmtilegir tímar framundan !!

Fyrsta æfingavikan eftir áramót er nú búin og var mæting almennt mjög góð. Það er mikilvægt að æfa vel núna strákar og reyna að fá sem mest út úr æfingunum. Það fer að nálgast í skemmtilegt mót um miðjan Febrúar mánuð á Akureyri þar sem við reynum að vera í okkur besta formi. Aðalatriðið er þó að hafa gaman af og þjappa hópnum en betur saman fyrir sumarið :)

En næsta æfing er á Mánudaginn kl.18.20 í Grafarholtinu og Sameiginleg æfing hjá 5 flokknum á Þriðjudaginn kl.17.00 í Safamýri

Sjáumst hressir í vikunni drengir

Kveðja Villi og Dóri


Foreldraráðsfundur í síðustu viku


Gott kvöld
 
Meðfylgjandi er fundargerð foreldraráðsfundar og þjálfara í síðustu viku:
 

Foreldraráð 5.fl. karla í Framhúsinu , 10. janúar 2013

Mætt: Halldór, Rúna, Svali og Þorvaldur.

                        

Goðamót á Akureyri 15-17. febrúar 2013 á Akureyri:

Skráningu er lokið. 

Lagt verður af stað snemma á föstudeginum og eru leikið föstudag til sunnudags. Drengirnir þurfa frí úr skólanum og eru foreldrar hvattir til að gera það sem fyrst. Öll liðin munu spila 7 leiki en alls munu 5 lið fara frá 5 og eru þátttakendur frá Fram 39 talsins. Leikir klárast á sunnudeginum í síðasta lagi um hálfþrjú skv. Dagskrá í fyrra.

Öll lið þurfa liðstjóra og munu Dóri og Villi birta liðin degi fyrir foreldrafund og munum við ganga frá liðsstjórum og næturvörðum á þeim fundi.

Rúta- Sólberg búinn að redda. Eigum eftir að redda nesti. Kostnaðurinn um 17.500 kr. á barn.

Foreldrafundur verður haldinn 7. febrúar í Framhúsinu kl. 20:15. Rúna kannar hvort að salurinn sé laus í Safamýri.

·         Kynna hvenær Rvk. Mótið byrjar og Íslandsmótið

·         Fá liðsstjóra fyrir Goðamótið

·         Kynna boladæmið

·         Segja frá tímasetningum með N1 mótið, KSÍ fríið og skipulagið í sumar.

Fjáröflun:

Svali ætlar að vera í sambandi við Tóta og kanna hvort að það séu einhverjar hugmyndir með fjáröflun.

Móralskt:

Svali tók að sér að skipuleggja móralskt um mánaðmótin janúar – febrúar. Velheppnaðist með bíóferðina en 45 drengir mættu.

Annað:

Stefnt er að æfingaleik í lok mánaðarins.

Reykjavíkurmótið byrjar í lok febrúar.

Íslandsmótið – stefnt er að vera með 5 lið í sumar en  Fram spilar í A-deild og verður þá fimmta liðið í neðsta þrepi ef það gengur upp. En um er að ræða a, b, c og d lið.

Rætt um sameiginlegar æfingar í sumar og er stefnt á að það verði 2 á viku. Slíkar æfingar yrðu á tímum eftir vinnu foreldra. Ein í Safamýri og hin í Úlfarsárdal. 

Æfingar hefjast aftur!

Góðan daginn

Eftir gott jólafrí fara æfingar af stað í næstu viku, nánar tiltekið mánudaginn 14. janúar kl. 18:20 í Úlfarsárdal og þriðjudaginn 15. janúar kl. 17 í Safamýri þar sem verður sameiginleg æfing.

Æfingarnar eru samkvæmt gildandi æfingatöflu eins og hún var fyrir áramót.

Mætum allir hressir og kátir  :)

Kveðja,

Villi og Dóri 


Gleðilegt nýtt ár - byrjum æfingar aftur 14. janúar

Góða kvöldið

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla :)

Við byrjum aftur að æfa mánudaginn 14. janúar.

Margt spennandi framundan hjá flokknum og það fyrsta er Goðamótið á Akureyri 15. - 17. febrúar.

Mætum kátir aftur drengir.

Kveðja,

Þjálfarar 


Jólafrí

Góðan dag

Nú er 5. flokkur drengja kominn í jólafrí og æfingar hefjast aftur mánudaginn 14. janúar.

Minnum á að við æfðum allan september sem ekki hefur verið gert áður hjá félaginu á undanförnum árum og er þetta viku lengra jólafrí í staðinn fyrir þennan auka mánuð.

Drengirnir hafa verið mjög duglegir á þessari haustönn og miklar framfarir orðið.

Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Dóri og Villi 


Knattþrautir 13. des.

Góða kvöldið

Á æfingum í dag tókum við knattþrautarkönnun hjá drengjunum. Var þar um að ræða tvær þrautir; annars vegar knattraksbraut og hins vegar skottækni.

Þetta gekk nokkuð vel hjá þeim, sérstaklega í knattraksbrautinni en ljóst að við getum bætt skottækni verulega. Á það einkum við um "verri fótinn" eða þann vinstri í flestum tilvikum en margir leikmenn geta nánast ekkert notað hann til að skjóta eða senda.

Við munum framkvæma könnun sem þessa a.m.k. í tvígang eftir áramót og vonumst til að sjá merkjanlegar og mælanlegar framfarir á þessu keppnistímabili.

Strákarnir búnir að vera mjög duglegir á æfingum og eiga hrós skilið :)

Kveðja,

Þjálfarar 


Það þarf strax að greiða staðfestingargjald vegna þátttöku í Goðamótinu, sjá leiðbeiningar að neðan

Foreldrar þeirra barna sem hafa skráðs ig á Goðamótið eru vinsamlegast beðnir um að greiða strax óafturkræft kr. 10.000.- staðfestingargjald inn á eftirfarandi reikning:
 
Reikningsnúmer: 0525-14-600034
Kennitala: 171171-5209
Upphaflega átti að greiða fyrir 10. desember sl., vegna skipulagningar og skuldbindingar við mótshaldara þarf að safna umræddum pening saman strax.
 
Mikilvægt er að senda kvittun/staðfestingu fyrir greiðslu á netfangið framskraning@gmail.com en þar þurfa að koma fram fullt nafn stráks og kennitala.
 
Kær kveðja,
Foreldraráð

Jákvætt á Jólamóti

Sæl öll

Í gær, laugardaginn 8. desember fórum við á Jólamót KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) í Egilshöll.

Það er óhætt að segja að mótið hafi gengið vel hjá okkar mönnum í öllum liðum. Eina félagið sem við áttum í erfiðleikum með var KR og vinningshlutfall í hverju liði var milli 70 og 80% í hverju liði.

Sérstaklega var ánægjulegt að lið 2 skyldi stíga upp og loksins sýna sitt rétta andlit. Allt annað var að sjá til leikmanna liðsins og þetta er það sem við þjálfararnir vissum að byggi í ykkur drengir. Nú er bara að halda áfram á sömu braut.

Ekki var nógu gott hversu margir leikmenn mættu ekki og létu ekkert vita. Það voru 46 leikmenn sem mættu í bíóferð flokksins á miðvikudag, en í mótið mættu 37 leikmenn. Vantanð það marga leikmenn að við urðum að draga lið 6 úr keppni! Við spiluðum bara 6 í liði 5.

Algjör skylda er þegar verið er að fara í mót eða leiki að láta vita fyrirfram ef menn komast ekki. Það er lágmarks virðing við félagið, okkur þjálfarana og samherja sína í liðinu.

Við erum mjög ánægðir með ykkur strákar á þessu móti og við verðum að vera duglegir að æfa og vera jákvæðir, tala jákvætt, taka tilsögn án þess að móðgast eða svara fullum hálsi til baka og vera hressir :)

Sjáumst á æfingum í vikunni.

Jólafrí frá 14. des. og byrjum aftur 14. jan.

Kveðja,

Þjálfarar 


Blikur á lofti gegn Blikum

Góðan dag

Mánudaginn 3. desember spiluðum við æfingaleiki gegn Breiðabliki í Fífunni.

Vorum við þar með fimm lið og má með sanni segja að það hafi gengið misjafnlega.

Liðum 3 og 4 gekk vel og var mjög gaman að sjá góða samleikskafla hjá þessum liðum. Mikið var skorað af mörkum og voru þau í öllum regnbogans litum. Þessir leikir unnust báðir.

Leikurinn hjá liði 5 var afar kaflaskiptur og fyrri hálfleikur afar dapur og vorum við komnir langt undir að fyrri hálfleik loknum. Í seinni hálfleik snérist leikurinn alveg við og höfðum við mun betur þá. Frábært að ná að snúa leiknum svona sér í vil.

Lið 1 og 2 áttu í verulegum vandræðum og má í raun segja að við höfum aldrei séð til sólar gegn sterkum Blikum. Þeir voru einfaldlega nokkrum númerum of stórir fyrir okkur núna og spilamennska okkar var heldur ekki góð. En engin ástæða að örvænta.

Nú er það bara Jólamótið framundan á laugardag.

Kveðja,

Þjálfarar 


Jólamótið á laugardaginn í Egilshöll

Gott kvöld

Næsta laugardag, 8. desember förum við á Jólamótið í Egilshöll.

Lið 1, 2, 3 og 4 eiga að mæta í síðasta lagi kl. 12:00 og eru búnir að spila um kl. 15:30.

Sömu leikmenn eru í liðum 1 - 4 og voru í æfingaleiknum gegn Blikum og Víkingi.

Lið 5 og 6 eiga að mæta í síðasta lagi kl. 15:00 og eru búnir að spila um kl. 18.

Sömu leikmenn eru í liðum 5 og 6 og í æfingaleikjum gegn Blikum og Víkingi.

Liðsskipan á að vera alveg skýr og allir eiga að vera  með þetta á hreinu í hvaða liði þeir eru. Ef eitthvað vafamál er með það látið vita hér í athugasemdum á blogginu.

Sjá leikjadagskrá á heimasíðu KSI:

http://www.ksi.is/mot/leikir-felaga/?felag=108&vollur=%25&flokkur=%25&kyn=%25&dFra-dd=08&dFra-mm=12&dFra-yy=2012&dTil-dd=08&dTil-mm=12&dTil-yy=2012

Kveðja,

Villi og Dóri 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Fram_5_flokkur_drengja

Höfundur

Fram 5 flokkur
Fram 5 flokkur
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband