11.7.2013 | 21:49
Leikið gegn KR á KR-velli næsta mánudag
Góða kvöldið
Íslandsmótið heldur áfram og næsta mánudag (15. júlí) leikum við gegn KR og KR-velli við Frostaskjól.
Mæting er hjá A og C liðum kl. 14:20
Mæting er hjá B og D liðum kl. 15:10
Þar sem mikið er um frí og önnur forföll er nauðsynlegt að þeir sem geta ekki mætt, af öllum liðum - þar með talið lið 5 - láti vita hér í athugasemdum.
Við þurfum að breyta liðum eitthvað af þessum sökum og þið þurfið að fylgjast vel með hér á blogginu drengir.
Kveðja,
Þjálfarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.7.2013 | 17:25
Fimmtudagur
Drengir:
Æfing á morgun kl. 12:30 í Safamýri
Leirdalur kl. 14
Kveðja,
Villi og Dóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2013 | 19:09
Æfingar á miðvikudag og fimmtudag
Góða kvöldið
Æfingar á morgun, miðvikudag:
Safamýri kl. 12:30
Úlfarsárdalur kl. 14
Æfingar á fimmtudag:
Safamýri kl. 12:30
Úlfarsárdalur kl. 14
Kveðja,
Þjálfarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.7.2013 | 10:42
Engar æfingar í dag og á morgun (mánudag og þriðjudag)
Góðan dag
Um leið og við þökkum fyrir samveruna á N1 mótinu minnum við á að það er frí frá æfingum í dag og á morgun (mánudag og þriðjudag).
Sjáumst á miðvikudag.
Kveðja,
Þjálfarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2013 | 14:20
Höfum eigin brúsa með á N1 mót
Hæ,
Mikilvægt er að drengirnir hafi hver og einn með sér sinn eigin vatnsbrúsa með sér norður.
Kveðja,
Þjálfarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2013 | 22:45
Tökum góða skapið og jákvæðnina með norður
Góða kvöldið
Nú styttist heldur betur í mótið góða fyrir norðan, N1 mótið fræga.
Við erum búin að undirbúa okkur mjög vel og mikil tilhlökkun í hópnum. Strákarnir eru búnir að vera virkilega duglegir í vetur og nú á vor- og sumarmánuðum og taka miklum framförum.
Þegar farið er á mót sem þetta er mjög mikilvægt að leikmenn og foreldrar átti sig vel á því að það getur brugðið til beggja vona hvað árangur varðar. Það þarf lítið að fara úrskeiðis þannig að liðin lenda neðarlega í mótinu og margt þarf að ganga upp til að árangur verði góður. Hvort sem gerist er mjög mikilvægt að leikmenn og ekki síður foreldrar verði jákvæðir og hvetji liðin áfram alveg sama hvað. Það allra versta á svona mótum er þegar farið er að bölsóttast yfir að leikir vinnist ekki og allt verður ómögulegt. Það gerir bara illt verra og mun betra er að fara vel yfir hlutina þegar að heim kemur og allir búnir að setjast niður í ró og næði.
Góða skapið og jákvæðnin verður að koma með norður yfir heiðar og við þjálfararnir ætlum virkilega að vera jákvæðir og uppbyggilegir, hvetja liðin áfram og stýra af festu og sanngirni. Einelti og stríðni er ekki liðin með neinum hætti í ferðinni og við erum allir jafnir og eigum að vera vinir.
Sjáumst hress og kát á Akureyri á miðvikudag og munum:
ÁFRAM FRAM!!!!
Kveðja,
Dóri og Villi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2013 | 19:51
Æfingar á morgun, mánudag
Góða kvöldið
Það eru æfingar hjá okkur, bæði í Safamýri og Úlfarsárdal á morgun kl. 14:00 (ekki sameiginleg).
Engin æfing á þriðjudag.
Ath. að eftir N1 mót er ekki æfing aftur fyrr en á miðvikudag eftir mót, frí á mánudag og þriðjudag.
Kveðja,
Þjálfarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2013 | 16:19
Vegna N1 móts
Lið 1 - Vaktarskipulag | |||
Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur |
07:00 - 14:30 | 07:00 - 14:30 | 07:00 - 14:30 | 07:00 - 14:30 |
Þarf ekki | |||
14:00 - 20:30 | 14:00 - 20:30 | 14:00 - 20:30 | 14:00 - 20:30 |
20:00 - 07:00 Næturv. | 20:00 - 07:00 - Næturv. | Næturvörður | Næturvörður |
Þarf ekki |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2013 | 20:25
Leikjum gegn Fylki frestað
Góða kvöldið
Leikjum gegn Fylki sem vera áttu á mánudag er frestað.
Nýr leiktími verður tilkynntur fljótlega, en verður eftir N1 mót, jafnvel í ágúst.
Það eru því ekki fleiri leikir hjá flokknum fram að N1 móti.
Æfingar á mánudag - frí á þriðjudag - N1 mót á miðvikudag.
Athugið að æfingar hefjast ekki aftur fyrr en á miðvikudag eftir mót, nánar síðar.
Kveðja,
Þjálfarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2013 | 14:05
Sameiginleg æfing, foreldrafundur og grill!
Góðan dag
Mikið um að vera í dag hjá okkur.
Leikið gegn FH í Kaplakrika hjá C2 liði (lið 5), mæting kl. 15:30.
Síðan kl. 18 - 19:30 er sameiginleg æfing, foreldrafundur og grill í Úlfarsárdal.
Kveðja,
Þjálfarar og foreldraráð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Fram_5_flokkur_drengja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar